Nýlega opnuðu veitingastaðurinn Burro og kokteilabarinn Pablo Discobar dyr sínar fyrir gleðipinnum borgarinnar. Staðirnir standa við Ingólfstorg, nánar tiltekið við Veltusund 1 þar sem Burro er á annari hæð og Pablo á þeirri þriðju.
Á Burro er lögð áhersla á nútíma mið og suður ameríska matseld og áhrif eru sótt alla leið frá Argentínu og upp til Mexíkó. Boðið er upp á modern latino tapas rétti og steikarplatta sem lagt er til að borðið panti sér saman og deili og á seðlinum er einnig ágætt úrval rétta fyrir grænkera. Mikið er lagt upp úr því að skapa rétta stemmingu á staðnum og blandast þar saman fjör og fagmennska með suður amerískum áherslum.
Pablo er litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði. Hann sækir áhrif sín einnig til Suður-Ameríku en einnig til diskótímabilsins. Á Pablo færðu klikkaða kokteila og brjálað stuð… veist aldrei hvernig kvöldið mun enda.
Pablo er litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði.
Þjónað er til borðs öll kvöld og hamingjustund er alla daga frá 16-18 þar sem bjór, vín og valdir kokteilar fást á hálfvirði. Ennnnn hverjir standa að þessu?
Foringjarnir
Gunnsteinn Helgi Maríuson
Fyrstan ber að nefna Gunnstein. Fullu nafni Gunnsteinn Helgi Maríuson. Kappinn sá er fæddur og uppalinn á Húsavík en eyddi öllum sumrum hjá ömmu sinni og afa í Aðaldalnum og þótti snemma gríðarlega klár knapi.
Gunnsteinn hefur lengi verið viðloðandi veitingabransann en margir kannast eflaust við hann að störfum á Sólon, Íslenska barnum við Pósthússtræti, Uno, Sushi Samba og Public House. Miklu, miklu fleiri kannast svo eflaust við hann af auglýsingaskiltum borgarinnar og aðrir úr þætti af Venna Páer þar sem hann þótti sýna stórleik.
Samúel Þór Hermannsson
Sammi kemur úr Kópavoginum, er lærður þjónn og býr yfir margra ára reynslu úr bransanum en auk þess að hafa starfað á mörgum stöðum hér á landi hefur hann meðal annars starfað sem þjónn á Michelin stað í London.
Sammi er mjög upptekinn maður en auk þess að skemmta sér með okkur á Burro og Pablo Discobar er hann fimm barna faðir og ræktar sínar eigin kryddjurtir.
Matreiðslumenn
Eyþór Mar Halldórsson
Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari og einn af eigendum staðarins hefur, þrátt fyrir gífurlega ungan aldur, komið að opnun allra helstu staða Reykjavíkur síðustu árin.
Má þá nefna til dæmis Íslenska Barinn við Pósthússtræti, Uno, Sushi Samba og nú síðast Public House – Gastropub sem vill svo skemmtilega til að er einmitt systurstaður Burro.
Við smíði á matseðli Burro var Eyþór að sjálfsögðu, eins og allir sem að staðnum koma, undir suður amerískum áhrifum. Það verður því nóg i boði fyrir þá sem elska tacos, churros og ceviche og bara allt sem nóg bragð er af!
Theodór Dreki Árnason
Teddi einbeitti sér lengst af að norrænni matargerð en er núna, eins og við öll hin á Burro, á kafi í öllu sem kemur suður amerískri matargerð við.
Daníel Jóhannsson
Daníel Jóhannsson er einn af matreiðslumönnunum hjá okkur á Burro, mikill lífskúnster.
Danni er áhugamaður um knattspyrnu, stangveiði og útivist, lifir mjög heilsusamlegu lífi og hugsar vel um sig og sína.
Fyrir áhugasama þá er hann líka góður vinur sem alltaf er hægt að treysta á!
Hans uppáhalds karakter í Lion King er Mufasa en fyrir utan Lion King er hann mikill áhugamaður um hasarmyndir. Sá áhugi speglast að hluta til í hans helstu fyrirmyndunum en það eru þeir Sly Stallone og Zlatan Ibrahimovic.
Daníel er nýfluttur aftur heim frá London þar sem hann starfaði á veitingastöðunum Texture og 28-50, en þar áður starfaði hann og lærði matreiðslumanninn á bæði Grillmarkaðnum og Fiskmarkaðnum.
Þjónar
Davíð Daníelsson
Davíð Daníelsson er annar yfirþjónanna okkar á Burro ásamt því að vera framtíðar meistaraþjónninn okkar, en hann útskrifast í vor og mun eftir það taka á móti þjónanemunum á Burro.
Þessi meistari kemur úr Kópavoginum og eftir að hann hafði starfað í fjölmörg ár á Cafe París fór hann og lærði þjóninn á Vox Hilton Hótel.
Davíð er ekki aðeins verðandi meistaraþjónn heldur er hann núverandi meistari á flestum öðrum sviðum líka. Hann er mikill landkönnuður og hjólaði til dæmis í sumar um sveitir Ítalíu. En hann og bakpokinn hans hafa einnig ferðast um Suður Ameríku og gengið upp á topp Kilimanjaro. Á ferðum sínum hlustar Davíð helst á hip hop og eru það þá old school gangsta rapp og íslenskt hip hop sem eiga hug hans og hjarta.
Uppáhaldsstundir Davíðs (fyrir utan vinnustundirnar að sjálfsögðu) eru þegar hann nær að sameina ástríðurnar sínar tvær, góð vín og drekaævintýri. Þrátt fyrir annríki passar hann sig á að eiga vikulega lausa stund til þess að setjast niður í rólegheitum með gott vín til að lesa í uppáhalds Harry Potter bókinni sinni, Harry Potter and the Goblet of Fire, en eftir 16 ára reglulegan lestur klökknar hann enn yfir endinum.
Oddur Goði Jóhannsson
Oddur Goði Jóhannsson er annar tveggja yfirþjóna á Burro en hann byrjaði þjónaferilinn sinn á því að læra þjóninn á Perlunni og á Fiskmarkaðnum áður en hann fór að vinna á Sushi Samba og svo loks núna á Burro.
Oddur er mikill nautnaseggur og hann elskar allt sem tengist mat og víni.
Til að sinna ástríðu sinni hefur hann meðal annars ferðast um vínhéruð Rioja á Spáni þar sem hann heimsótti vínhús, lærði allt um framleiðslu beint frá vínbændum og dansaði salsa.
Einlægur áhugi Odds á áhorfi á módelfitness er aðdáunarverður en hann horfir líka talsvert á fótbolta. Hann þótti meira að segja nokkuð lunkinn með boltann á sínum yngri árum og var víst grjótharður vinstri bak – en hann er enn að mana sig upp í þátttöku í fitness (við trúum á þig Oddur!).
Kvikmyndin Dalalíf á alltaf sérstakan stað í hjarta Odds en hann fer reglulega út á land til að skoða nátturuna og anda að sér sveitalyktinni (sjá mynd). Svo við notum hans orð: „He loves it!“
Þegar Oddur var ungur strákur ætlaði hann alltaf að verða óðalsbóndi þegar hann yrði stór en núna er Oddur tilbúinn á Burro að bíða eftir fyrstu gestunum og vill endilega stórt knús frá öllum sem koma til okkar.
Barþjónar
Ásgeir Már Björnsson
Yfirbarþjónn: Fyrstan til leiks ætlum við að kynna Ásgeir Má Björnsson sem verður yfirbarþjónn á Pablo. Ási hefur verið í veitingabransanum síðan hann byrjaði að vinna sem þjónn hjá mömmu sinni á Fjöruborðinu á Stokkseyri en síðanþá hefur hann margan kokteilinn sopið. Hann hefur unnið víða og áorkað margt, meðal annars að reka kokteilabari í Kaupmannahöfn og að vinna sér inn diplomu sem Tequila Maestro frá mexíkósku ríkisstjórninni!
Síðustu verkefni Ása hafa verið á Slippbarnum þar sem hann kynnti Kaupmannahafnar kokteilamenninguna fyrir Íslendingum með nýstárlegum aðferðum. Einnig hefur hann ásamt fleirum staðið að Reykjavík Bar Summit, stofnað Reykjavík Cocktail Club og svo stoppaði hann nú síðast við á 101 hótel þar sem hann og Martyn (sem er að sjálfsögðu líka barþjónn hjá okkur) mynduðu hið magnaða dúó CleaverBoys!!
Martyn Santos Silva Lourenco
Fyrsta starfið hans á bar var í Keiluhöllinni þar sem hann fékk nægan tíma til þess að æfa alla réttu taktana áður en hann fór að vinna á stöðum niðrí bæ.Hann hefur meðal annars unnið á English, Hverfis og Oliver en fór ekki að líta á barþjónastarfið sem starfsframa fyrr en hann fór að vinna á Slippbarnum, lærði meira um bransann og varð að hans eigin sögn alvöru barþjónn!Martyn er annar helmingur hins goðsagnakennda CleaverBoys dúós ásamt yfrbarþjóninum okkar honum Ása.
Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson
Aðalsteinn (the main stone) er hluti af teyminu sem skapar hugsjónina, drykkina og stemminguna fyrir Pablo Discobar.
Alli er borinn og barnfæddur í Hafnarfirði en byrjaði feril sinn í bransanum í Reykjavík aðeins 15 ára gamall, fyrst í eldhúsinu en síðan færði hann sig yfir á barinn, okkur til mikillar gleði!
Hann hóf barþjónsferilinn á Café Paris og fór því næst yfir á Slippbarinn en var svo aðeins 21 árs þegar hann var orðinn yfirbarþjónn á Loftinu. Eftir það hefur hann mest unnið á Kol ásamt því að vinna í níu mánuði á The Barking Dog í Kaupmannahöfn.
Hönnuðir
Þórður Orri Pétursson
Ljósahönnuður: Til þess að fullkomna útlit Burro og Pablo Discobar, setja punktinn yfir i-ið og byggja upp hárrétta suðræna stemmingu fengum við Þórð Orra Pétursson, forstöðumann ljósadeildar Borgarleikhússins, til þess að hanna lýsinguna fyrir báða staðina.
Hönnun Þórðar varpar ljósi á það að við erum skemmtileg og skrýtin, falleg og forvitnileg og það frábær að þú vilt koma aftur og aftur til að skoða meira, og upplifa meira.
Sigurður Oddsson
Grafískur hönnuður – Siggi Odds sér um allt grafískt efni fyrir Burro og Pablo Discobar, allt frá hönnun vefsíðna til hönnunar á nafnspjöldum. Siggi hefur unnið sem grafískur hönnuður og teiknari með fyrirtækjum og einstaklingum alls staðar að úr heiminum og leggur áherslu á ímyndarsköpun vörumerkja í gegnum verk sín.
Siggi hafði Suður-Ameríska menningararfleið að leiðarljósi í vinnunni með okkur og dró fram fáguðu og fínu eiginleikana okkar, án þess þó að gleyma því að við erum mjög afslöppuð og skemmtileg líka.
Hálfdán Pedersen
Innanhússhönnuður – Þegar kom að hönnun Burro og Pablo Discobar varð hugsjón okkar um útlit staðanna að veruleika í gegnum verk Hálfdáns Pedersen. Hálfdán lærði í LA og hefur ferðast mikið um Mexíkó og þær slóðir sem við sækjum okkar helsta innblástur til. Innsýn hans í samfélagið þar, sem nær meira að segja inn í fangaklefa í Mexíkó hefur reynst okkur ómetanleg. Það er fátt, ef eitthvað, sem Hálfdán hefur ekki hæfileika til en hann hefur meðal annars unnið að hönnun fjölda rýma og hannað sett fyrir ýmsar kvikmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd.
Hugur Hálfdáns virkar á ótrúlegan hátt og virðist hann vera endalaus uppspretta af hugmyndum svo það varð fljótt ljóst sem varð, að hönnun hans og hugmyndavinna tók okkur enn lengra en upphafleg hugsjón okkar hafði farið. Fyrir tilstilli Hálfdáns er því skemmtileg samblanda af gömlu og nýju bæði á Burro og Pablo Discobar og áhersla mun vera lögð á endurnýtingu, lifandi liti og mynstur, og að sjálfsögðu á einstaka suðræna upplifun.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.