Fljótlegur og sjúklega góður pastaréttur á einungis 10 mínútum
Uppskrift fyrir 2
Það sem þú þarft í réttinn er:
- Tagliatelli ferskt pasta
- Olífuolía
- 1 peli rjómi
- 2-3 sneiðar skinka
- 7-8 stk sveppir
- 2-3 stk af skarlottlauk (hægt að nota 1/2 venjulegan lauk líka)
- 1/4 hluti af blaðlauk
- 1/2 dós léttur sveppasmurostur
- Salt og pipar
Byrjið á því að hita vatn í potti fyrir pastað. Á meðan suðan er að koma upp þá er ágætt að byrja á sósunni. Steikja allt grænmetið við léttan hita uppúr smá olífuolíu. Setja rjómann og sveppaostinn yfir grænmetið. Krydda með salti og pipar.
Leyfa suðunni að koma upp og hræra vel á meðan, smakkið sósuna til. Ef þú vilt hafa hana aðeins bragðmeiri þá er gott að setja smá nautakraft út í sósuna.
Berið fram með nýbökuðu snittubrauði og fersku salati – Verði þér að góðu!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.