…og heimagerðri tómatsósu
Hvað er betra en ljúffengt lasagna sem er meira að segja stútfullt af vítamínum og undursamlegri veislu fyrir bragðlaukana!
Staðreyndin er sú að okkur finnst í raun fátt betra. Hér er uppskrift sem við fengum leyfi til að nota af Uppskrifavef MS en þar kennir sannarlega ýmissa girnilegra grasa.
Fyrir 4-6
Tómatsósa
3 msk ólífuolía
1 stk hvítlauksrif, skorið í sneiðar
rauðar piparflögur á hnífsoddi
5 stk fersk basilikumlauf
2 ds maukaðir tómatar
sjávarsalt
LASAGNE
2 stk kúrbítar, skornir í tvennt og síðan langsum í þunnar sneiðar
2 msk ólífuolía
1 tsk oregano
1 tsk timjan
½ tsk sjávarsalt
¼ tsk svartur pipar
1 kg kotasæla eða 1 ½ stór dós kotasæla
2 stk egg
40 g fersk basilíka, söxuð
100 g spínat, saxað
2 dl 17% ostur, rifinn og meira til að sáldra yfir
½ tsk rauðar piparflögur
örlítið sjávarsalt og svartur pipar
3 msk ristaðar furuhnetur
AÐFERÐ Tómatsósa aðferð:
1. Hitið olíu í pott og setjið hvítlauk, rauðar piparflögur og basilíku út í. Steikið þar til ilma fer. Hellið tómötunum út í. Hrærið og látið malla í 15 mínútur.
2. Maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Má sleppa. Notið sósuna við samsetningu á réttinum.
Lasagne aðferð:
1.Stillið ofninn á 180°C.
2.. Leggið kúrbítssneiðarnar í fat og hellið ólífuolíu yfir. Sáldrið ½ tsk. af salti og oregano og timjan yfir. Blandið varlega sama. Geymið.
3. Blandið saman í skál öðrum hráefnum. Smakkið til með salti og pipar.
4. Olíuberið eldfast mót. Setjið nokkrar matskeiðar af tómatsósunni á botninn. Raðið ⅓ af kúrbítssneiðum þar ofan á. Setjið síðan ⅓ af kotasælusósunni þar yfir. Endurtakið tvisvar sinnum í viðbót. Hellið síðan tómatsósunni yfir. Sáldrið ostinum ofan á og bakið í 20 mínútur. Sáldrið furuhnetum yfir og berið fram
Höfundur: Erna Sverrisdóttir

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.