TOP

UPPSKRIFTIR: Einfalt hummus, pestó og kóríanderpestó!

hummus
Það er alltaf gott að fá hugmyndir um álegg á hrökkbrauð eða annað hollt brauð. Hér koma einfaldar uppskriftir sem gaman er að bjóða gestum.

Hummus

300 gr soðnar kjúklingabaunir (hægt að fá í dós)
3 msk. tahini
1/2 sítróna (safi)
2 msk. ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 vænn kvistur kóríander
1/4 búnt steinselja
1/2 tsk. cumminduft
smá chiliduft
3 msk. tamarisósa
salt ef vill

Setjið allt í matvinnsluvél, nema kjúklingabaunir og tahini, og maukið vel.
 Bætið síðan kjúklingabaunum út í og að síðustu tahini. Berið fram með pítabrauði eða sem meðlæti með kexi. Einnig gott að borða með sellerí sem millimál.

pestoGrænt pestó

1 búnt basil
100g lífrænar furuhnetur þurrristaðar í ofni eða lagðar í bleyti
2 hvítlauksrif
smá himalaya eða sjávarsalt
1 dl lífræn og kaldpressuð ólífuolía

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.

Kórianderpestó

1 stórt búnt kóríander
1 aðeins minna búnt steinselja eða sleppa og nota bara risabúnt kóríander
50 g afhýddar möndlur
1 -2 hvítlauksrif
1/2 tsk salt
1 dl lífræn olía

Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og blandað vel saman.

Berið allt þetta fram í samlokum, á hrökkbrauð eða sem meðlæti með mat. Möguleikarnir eru endalausir!

Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.