UPPSKRIFTIR: Einfalt hummus, pestó og kóríanderpestó!

UPPSKRIFTIR: Einfalt hummus, pestó og kóríanderpestó!

hummus
Það er alltaf gott að fá hugmyndir um álegg á hrökkbrauð eða annað hollt brauð. Hér koma einfaldar uppskriftir sem gaman er að bjóða gestum.

Hummus

300 gr soðnar kjúklingabaunir (hægt að fá í dós)
3 msk. tahini
1/2 sítróna (safi)
2 msk. ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 vænn kvistur kóríander
1/4 búnt steinselja
1/2 tsk. cumminduft
smá chiliduft
3 msk. tamarisósa
salt ef vill

Setjið allt í matvinnsluvél, nema kjúklingabaunir og tahini, og maukið vel.
 Bætið síðan kjúklingabaunum út í og að síðustu tahini. Berið fram með pítabrauði eða sem meðlæti með kexi. Einnig gott að borða með sellerí sem millimál.

pestoGrænt pestó

1 búnt basil
100g lífrænar furuhnetur þurrristaðar í ofni eða lagðar í bleyti
2 hvítlauksrif
smá himalaya eða sjávarsalt
1 dl lífræn og kaldpressuð ólífuolía

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.

Kórianderpestó

1 stórt búnt kóríander
1 aðeins minna búnt steinselja eða sleppa og nota bara risabúnt kóríander
50 g afhýddar möndlur
1 -2 hvítlauksrif
1/2 tsk salt
1 dl lífræn olía

Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og blandað vel saman.

Berið allt þetta fram í samlokum, á hrökkbrauð eða sem meðlæti með mat. Möguleikarnir eru endalausir!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest