Ef þú elskar súkkulaði, viltu þá í guðs bænum ekki halda aftur af þér með að prófa þessa. Hún bráðnar í munninum.
Innihald
- 140 gr smjör
- 140 gr 70% súkkulaði
- 2 egg
- 3 eggjarauður
- 140 gr flórsykur
- 2 msk hveiti
AÐFERÐ
Smyrjið sex lítil suffleform með smjöri. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita. Þeytið eggjarauður og egg vel saman, bætið flórsykrinum út í og þeytið vel. Því næst setjið þið súkkulaðiblönduna saman og hrærið vel í á meðan og að lokum bætið hveitinu út í og hrærið vel.
Hellið deiginu í formin og bakið við 200 gr heitum ofni í 11-12 mínútur (ath. fer samt eftir því hvernig ofninn er, minn er mjög nýlegur og öflugur svo ég hef þær aldrei lengur en 9-10 mínútur í ofninum… best að prufa sig áfram)
Bakið rétt áður en þær eru bornar fram því súkkulaðið á að fljóta út úr kökunni um leið og þú skerð í hana. Gott er að útbúa þetta til að morgni og geyma í ísskáp. Eins geymast þær vel í frysti.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.