Uppskriftir: Grænmetissúpa, hollustubrauð og hummus – Flott fyrir saumaklúbbinn!

Uppskriftir: Grænmetissúpa, hollustubrauð og hummus – Flott fyrir saumaklúbbinn!

Screen Shot 2014-06-04 at 11.26.09

Nú er sumar og sól og þá er upplagt að bjóða upp á eitthvað hollt, létt og gott í saumaklúbbnum.

Hér eru alveg skotheldar uppskriftir sem passa fyrir ýmis tækifæri en auðvitað er tilvalið að bjóða stelpunum upp á svona léttmeti um helgina.

Grænmetissúpa:

Rauðlaukur
Laukur
Hvítlaukur
Vorlaukur
Góð olía
Sætar kartöflur
Gulrætur
1 ferna tómatsafi
250 ml soðið vatn eða e smekk
2 msk grænmetiskraftur
1 dós tómatar eða annað líkt
1 dós kókosmjólk
cummin
cayennepipar
Allur laukur settur í matvinnsluvél og geymt til hliðar.  Gulrætur og sætar skornar í bita.
Laukur svissaður í olíu.  Grænmeti bætt út og áfram í 2 mín.  Vatni bætt út í ásamt grænmetiskrafti.  Annar vökvi bættur út í og látið sjóða þar til grænmetið er mjúkt.  Hægt að gera kvöldinu áður.

Hollustubrauð:
5 dl heilhveiti
1 dl graskersfræ
1 dl hnetublanda
1 tsk hafsalt
1 msk vínsteinslyftiduft
1 msk ólífuolía
1 msk hunang (hita það til fljótandi)
1 1/2 dl létt ab mjólk
1 dl vatn


Þurrefnum blandað saman og gott að gera kvöldinu áður.  Vökva bætt út í og hnoðað í hnoðskál með góðri sleif.  Sett í gott form og bakað í 30 mín við 180°.  Tekið úr forminu og aftur á grind í ofn í 10 mín.  Þetta brauð rennur auðveldlega úr forminu.

Hummus:
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir, hellið vatninu af og skolið
2 msk tahini
11/2 msk sítrónusafi

1/4 tsk cummin
1/4 tsk cayennepipar
1-2 stór hvítlauksrif, afhýdd og söxuð smátt
2 msk vatn
1-2 msk ólífuolía
1 tsk tamarisósa
Svartur pipar eftir smekk
Allt sett í góða matvinnsluvél og stundum er betra að mauka kjúklingabaunirnar fyrst og bæta síðan restinni við.

Verði ykkur að góðu!!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest