Nú er sumar og sól og þá er upplagt að bjóða upp á eitthvað hollt, létt og gott í saumaklúbbnum.
Hér eru alveg skotheldar uppskriftir sem passa fyrir ýmis tækifæri en auðvitað er tilvalið að bjóða stelpunum upp á svona léttmeti um helgina.
Grænmetissúpa:
Rauðlaukur
Laukur
Hvítlaukur
Vorlaukur
Góð olía
Sætar kartöflur
Gulrætur
1 ferna tómatsafi
250 ml soðið vatn eða e smekk
2 msk grænmetiskraftur
1 dós tómatar eða annað líkt
1 dós kókosmjólk
cummin
cayennepipar
Allur laukur settur í matvinnsluvél og geymt til hliðar. Gulrætur og sætar skornar í bita.
Laukur svissaður í olíu. Grænmeti bætt út og áfram í 2 mín. Vatni bætt út í ásamt grænmetiskrafti. Annar vökvi bættur út í og látið sjóða þar til grænmetið er mjúkt. Hægt að gera kvöldinu áður.
Hollustubrauð:
5 dl heilhveiti
1 dl graskersfræ
1 dl hnetublanda
1 tsk hafsalt
1 msk vínsteinslyftiduft
1 msk ólífuolía
1 msk hunang (hita það til fljótandi)
1 1/2 dl létt ab mjólk
1 dl vatn
Þurrefnum blandað saman og gott að gera kvöldinu áður. Vökva bætt út í og hnoðað í hnoðskál með góðri sleif. Sett í gott form og bakað í 30 mín við 180°. Tekið úr forminu og aftur á grind í ofn í 10 mín. Þetta brauð rennur auðveldlega úr forminu.
Hummus:
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir, hellið vatninu af og skolið
2 msk tahini
11/2 msk sítrónusafi
1/4 tsk cayennepipar
1-2 stór hvítlauksrif, afhýdd og söxuð smátt
2 msk vatn
1-2 msk ólífuolía
1 tsk tamarisósa
Svartur pipar eftir smekk
Verði ykkur að góðu!!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.