Blessaður hafragrauturinn er með því hollasta sem við getum borðað og nauðsynlegur heilsunni enda stútfullur af vítamínum fyrir kroppinn
Það er gott að gera hafragraut í morgumat en hann er ekki síðri milli mála yfir daginn þegar þú þarft á orkunni að halda. Hér eru fjórar flottar uppskriftir að hafragraut…
1. Hafragrautur með mangó
1 dl grófir hafrar
1 skeið hreint prótein (má sleppa)
60 gr mangó. Um það bil 1/4 úr bolla.
1 tsk Kanill
1 tsk Nutmeg/múskat
½ tsk negull
vanilludropar
1,5-2 dl vatn
Allt soðið í potti.
2. Einn einfaldur með chiafræjum, vanillu og berjum.
Tæplega 1/3 bolli hafrar
2 eggjahvítur
1/2 msk chia
fullt af vatni
Smá salt
Vanilludropar eða vanillukorn
Allt sett í pott og soðið saman og hrært vel saman. Ber sett ofan á.
3. Chiagrautur með kotasælu og bláberjum
20 gr. grófir hafrar
1/4 bolli vatn
1/2 msk Chia fræ
50 gr. kotasæla
salt
1 tappi vanilludropar eða vanillukorn
1 tsk hunang, lífrænt
1-2 tsk kanill
3 msk bláber
1 tsk mulin hörfræ stráð yfir
Hrært og sett í ískáp yfir nótt
4. Skyr hafragrautur
1/4 bolli hafrar
1/2 lítil skyrdolla
1/4 bolli vatn (eða mjólk… eða bæði)
1/2 msk chia fræ
smá vanilludropar eða vanillukorn
ögn af salti
Ber og ávextir ofan á og gott að hafa 1 msk af hnetu mulningi ofan á.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.