Indverskur matur er ávanabindandi fyrir marga sem byrja að njóta hans.
Hér er uppskrift að Kashmiri kjúklingarétti en hann inniheldur mátulegt magn af hitaeiningum og er bragðgóður og hollur.
INNIHALD
1 grillaður kjúklingur í bitum, skinnlaus
150 ml hrein jógúrt
4 msk rautt eða gult karrímauk
1 meðalstór laukur, saxaður gróft
1 hvítlauksrif, saxað smátt
1 msk cumin
1 msk ferskt engifer, saxað smátt
0,5 tsk chili pipar eða svartur pipar
1/2 grænmetisteningur eða 1 msk af gerlausum frá Himnesk
1 msk agavesíróp eða hunang
2 msk malaðar möndlur
Smá klípa sjávarsalt
Ferskt coriander til að skreyta með (má sleppa)
AÐFERÐ
Blanda jógúrt og karrímauki saman og marinera kjúklinginn í 1 klst. Mýkja lauk, engifer og hvítlauk á pönnu í nokkrar mín. Setja cumin og chili á pönnuna og hita varlega í mín. Bætið kjúklingi við á pönnuna. Bæta möndlumjölinu saman við ásamt grænmetisteningnum og agavesírópinu. Hita vel, án þess að sjóða, og bera fram heitt.
Borið fram með hýðishrísgrjónum eða byggi, fersku salati eða öðru góðu grænmeti.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.