Rabarbari er svolítið sérstakur og alls ekki allra. Oft er hann bara notaður í sultu en það eru ógrynni af rabbabara uppskriftum á internetinu góða sem eru svo sannarlega þess virði að líta á. Það er auðveldlega hægt að bæta við jarðarberjum og hafa 50/50 jarðaber og rabbabara, það hljómar allavega gríðarlega vel.
Það má nota frosinn rabarbara og það breytir litlu þó það sé líklega langbest að vera með ferskan. Gott er að láta hann afþýðast í sigti áður.
Innihald fyrir mylsnuna sem fer ofan á kökuna sjálfa:
• 6 matskeiðar ósaltað smjör, brætt (og aðeins geymt við stofuhita fyrir ofnskúffuna).
• 1 bolli hveiti (plús aðeins meira fyrir ofnskúffuna).
• ½ bolli ljós púðursykur
• ¼ teskeið salt
INNIHALD
• 230 gr. Rabarbari skorinn í 1-1/2 cm bita (eða 50/50 jarðaber/rabbabari)
• 1 matskeið ljós púðursykur
• 1 bolli hveiti
• ½ teskeið lyftiduft
• ¼ teskeið salt
• ½ bolli ósaltað smjör við stofuhita
• 1 bolli flórsykur
• 2 stór egg
• ½ teskeið hreint vanilluduft eða vanilludropar
AÐFERÐ
1. Byrjað á því að hita ofninn á 180° og smyrjið smjöri í 20 cm bökunarplötu. Klæðið því næst bökunarplötuna með bökunarpappír og smyrjið aftur smjöri yfir. Stráið dálitlu hveiti yfir og bankaðu öllu auka hveiti burt.
2. Fyrir mylsnuna: Hrærðu saman smjöri, púðursykri og salti. Bættu hveiti við með gaffli og blandaðu þar til tiltölulega stórar mylnsnur myndast. Geyma inn í ískáp þar til notað.
3. Fyrir kökuna: Í meðal stóra skál blandið saman rabbabara, púðursykri og ¼ bolla af hveiti. Í aðra meðal stóra skál blandið saman ¾ bolla af hveiti, lyftidufti og salti. Blandið saman í stóra skál smjöri og flórsykri með hrærivél þar til létt og ljóst. Blandið svo einu eggi við í einu. Með hrærivélina lágt stillta blandið saman vanilludufti/dropum og síðan hveitiblönduna.
4. Hellið deiginu í bökunarplötuna, stráið svo rabbabarablöndunni yfir og síðast en ekki síst púðursykur mynslunni sem er búið að kæla í ísskáp.
5. Bakið þar til kakan er gyllt eða í um 45-50 mín. Látið kökuna kólna alveg í bökunarplötunni. Lyftið kökunni úr með bökunarpappírnum. Þú færð rúmlega 16 bita úr þessari uppskrift og vittu til, hún er mjööög fljót að klárast.
Bragðast dásamlega með þeyttum rjóma eða vanilluís!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.