Vippað í ljúffengar pavlovur

Vippað í ljúffengar pavlovur

12081222_109349826089211_423793776_n

Pavlovur eru alltaf fallegar og góðar. Mér finnst svo þægilegt að baka Pavlovur þegar ég er að fá gesti og hef ekki mikinn tíma til þess að útbúa flókinn eftirrétt eða eitthvað með kaffinu.

12145375_911319838952464_926944925_nUppskriftin er einföld og hráefniskostnaðurinn ekki svo mikill.

INNIHALD

8 stk eggjahvítur
400 gr sykur
1 1/2 tsk edik
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt

Rjómi:

4-5 dl rjómi
4 msk flórsykur
1/2 tsk vanilludropar

Fersk ber og eða ávextir til að skreyta með.

AÐFERÐ

1. Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum, saltinu, edikinu og vanilludropunum saman við og þeytið þar til að sykurinn er vel uppleystur og hægt er að hvolfa skálinni án þess að blandan hreyfist.

2. Setjið deigið hér og þar á bökunarplötu og passið að hafa góðan bökunarpappír undir. Bakið kökurnar við 120 gráður í 65 mínútur.

3. Þeytið rjómann og setjið saman við hann flórsykurinn og vanilludropana.

4. Leggið rjómann á hverja köku og skreytið svo með fallegum ávöxtum og berjum.

Verði ykkur að góðu!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest