Við erum sumar búnar að fá nóg af allskonar sætindum og feitmeti og því er kalkúnninn kærkomin nú um áramótin. Það sama gildir um þessa dásamlegu skyrístertu!
Hún er auðvitað gúmmilaði með súkkulaði og öllu sem tilheyrir en líka fersk og léttari en hefðbundinn ís. Þessi uppskrift kemur af Gott í Matinn þar sem er að finna ótal fínar uppskriftir.
Súkkulaðibotn
2 stk egg
70 g sykur
60 g súkkulaði
60 g smjör
1/2 dl sterkt expressokaffi
50 g hveiti
¼ tsk lyftiduft
Súkkulaðibotn aðferð:
Bræðið saman súkkulaði, smjör og kaffi. Þeytið saman egg og sykur létt og ljóst. Blanda saman við súkkulaðiblöndunni og að lokum sigta hveiti og lyftidyft saman við. Setjið í springform c.a. 22 cm með smjörpappír í botninn Baka við 165°C í 25-30 mín. Kælið örlítið, losið úr forminu. Leggið bakaðan botninn á smjörpappír í springformið og setjið ísfyllinguna yfir.
Vanilluskyrís
250 ml rjómi
2 eggjarauður
1 stk egg
75 g sykur
250 ml vanilluskyr
1 tsk vanilludropar eða eftir smekk
Vanilluskyrís aðferð:
Þeytið rjómann og bætið saman við skyrið, hrærið vel. Þeytið saman eggjarauður, egg og sykur þar til það verður létt og ljóst. Blandið saman við rjómaskyrblönduna, bætið vanilludropum í.
Sett í form og inn í frysti, helst yfir nóttina. Berið fram með jarðarberjum og súkkulaðibráð.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.