Ótrúlega margar hugmyndir eru til að himneskum pastaréttum. Þessi réttur er í senn ofureinfaldur og sjúklega góður.
INNIHALD
Fyrir 4
- 500 gr. spaghetti (eða pasta að þínum smekk)
- 50 gr. smjör
- 2 hvítlauksrif, söxuð
- olífuolía
- 2 msk söxuð basilika
- salt og pipar
- parmesan ostur
AÐFERÐ
- Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum
- Bræðið smjörið á pönnu, brúnið hvítlaukinn, passið að brenni ekki
- Hellið pastanu á pönnuna og blandið hvítlauknum vel saman við, látið krauma í nokkrar mínútur
- Hellið nokkrum dropum af olíunni yfir pastað og stráið basiliku yfir
- Kryddið með salti og pipar
- Berið fram með parmesan osti
Berið fram með góðu brauði.
Algjörlega fullkomið að skella líka Josh Groban á “fóninn” og opna hvítvín með. Svífur um á vit ævintýrana.
Njótið í botn!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.