Þessi drykkur er dásamlegur. Hollur og kraftmikill. Algjörlega himneskt að fá sér í hádeginu þegar tíminn er naumur og þig vantar góða næringu. Eða bara þegar þér hentar.
- 1 bolli jarðaber, frosin eða fersk
- 1 banani, má vera frosinn
- 1/4 bolli lífrænar möndlur
- 1/2 bolli haframjöl
- 1 skyr m/vanillu, nota alltaf frá Bíó-bú
- 1 tsk hlyn-síróp
Allt sett í blandara.
Njóttu einhversstaðar þar sem sólin skín inn um gluggann, nóg er af henni núna!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.