Þetta salat er góður forréttur fyrir alla fjölskylduna en jafnframt fullkomið vinkonusalat þegar loksins gefst smá tími með góðri vinkonu til þess að spjalla saman í ró og næði og dreypa á svolitlu hvítvíni með, það drepur engan.
Þú þarft
400 gr brakandi ferskt salat (blaðsalat)
1 grænt epli
1 pera, vel þroskuð
120 gr geitaostur, verður að vera geitaostsrúlla (fæst a.m.k. í ostabúðum)
2 sneiðar af heilhveiti- eða speltsamlokubrauði, skerið skorpuna af
1 msk. jómfrúarólífuolía (extra virgin olive oil)
80 gr valhnetur, saxaðar gróft
4 msk. lífrænt hlynsíróp, eða eftir smekk, (maple síróp)
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 160°C.
2. Skolið salatið og ávextina, skerið epli og perur í teninga og blandið saman.
3. Hitið pönnu á meðalháan hita og setjið olíu á pönnuna.
4. Þegar olían er farin að hitna leggið þá brauðsneiðarnar í olíuna og
ristið þannig brauðið. Fylgist vel með og þegar brauðið er vel gyllt
snúið því þá við og ristið hina hliðina.
5. Takið síðan brauðin af pönnunni og leggið á bökunarplötu. Skerið
geitaostinn í tvennt. Skiptið á brauðsneiðarnar svo að um 60 gr séu á
hvorri sneið og setjið plötuna í miðjan ofninn.
6. Síðan er bara að fylgjast vel með í um 5 mínútur eða þegar osturinn
er farinn að bráðna og orðinn vel heitur. Takið þá plötuna út.
7. Setjið salat í tvær skálar, leggið brauðið ofan á, sáldrið söxuðum
hnetum yfir og hellið hlynsírópi yfir allt saman.
NJÓTIÐ!
Uppskrift þessi er fengin að láni úr bókinni Heilsuréttir Fjölskyldunnar sem kom út fyrir skemmstu og rauk strax efst á vinsældarlista Eymudsson. Smelltu hér til að kíkja á Feisbúkk síðu bókarinnar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.