Þessa flottu uppskrift að túnfiskssalati fann ég hjá Eldhússögum. Skelltu í eina svona og borðaðu í hádeginu á morgun eða útbúðu góða samloku.
Stútfullt af hollri næringu og góðu próteini fyrir kroppinn. Líka frábært með hrökkbrauði á milli mála!
1 dós túnfiskur í vatni
1-2 lárperur (avókadó)
1/2 lítill rauðlaukur
1 stór dós kotasæla
ferskt kóríander
salt og pipar
1/2 rautt chili (má sleppa)
Avókadó er skorið í fremur litla bita. Rauðlaukur saxaður mjög smátt. Kóríander saxað fremur smátt. Ef notaður er chili er hann fræhreinsaður og saxaður mjög smátt. Öllu blandað vel saman. Gott að setja á gróft hrökkbrauð með t.d. tómatsneiðum og/eða káli eða bara eitt og sér. Salatið geymist í boxi með vel þéttu loki í minnst 2-3 daga.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.