Þessa girnilegu uppskrift fengum við á Mömmur.is – Tortilla terta sem ætti að renna ljúflega niður í alla heimilismenn.
Nú eða gesti saumaklúbbsins þegar þú heldur næst – eða bara hvaða góða partý sem er.
1 pakki orginal tortilla kökur (6 í pakka)
Fylling:
1 stór appelsínugul paprika
1 stór rauð paprika
1 stór gul paprika
10 cm blað laukur
1/2 stk rauðlaukur (lítill)
1 1/2 gúrka (miðjan tekin úr)
1 dós blaðlauks ídýfa
1 dós sýrður rjómi 18 %
1 1/2 dós salsasósa, mild
1 poki mozzarella ostur
1/2 poki dorítos eða annað nacho
Aðferð:
Grænmetið saxað smátt og blandað saman í skál. Sýrður rjómi og blaðlaukur blandaður saman.
Samsetning:
Tortillakaka, salsaósu smurð yfir kökuna, blaðlauksblandan sett yfir, grænmeti og rifinn ostur. Þetta er endurtekið þar til síðasta kakan er sett á. Þar er sett afgang af blaðlausblöndunni og nachos ofan á. Myndirnar segja restina. Það má borða þetta kalt en líka gott að skella aðeins inn í ofn og láta ostinn bráðna.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.