Uppskrift: Syndsamlega gott Snickers Popp

Uppskrift: Syndsamlega gott Snickers Popp

IMG_2860

Mér til varnar þá er sjónvarpið mitt ekki tengt. Þannig að þegar ég er ekki að læra þá borða ég. Borða ég hollt og ligg á Google og leita að girnilegum salötum? Nei. Ó, nei. Baða ég mig upp úr sykri og súkkulaði? Já. Ó, já.

Burtséð frá mínum hörmulegu matarvenjum þá bjó ég til þessa himnasendingu áðan. Þetta er eiginlega svo gott að mig skortir lýsingarorð. Sumu þarf heldur ekkert að lýsa með orðum. Það nægir að leyfa sér að njóta!

Snickerspopp
 
Rúmlega hálfur poki af Stjörnupoppi
2 bollar af mjólkursúkkulaði
Tvö stykki tvöföld Snickers
IMG_2840
Poppinu er dreift á bökunarpappír og Snickersið saxað niður. Súkkulaðið brætt. Mmmm.
IMG_2852
Dreifa duglega yfir poppið. Sleikja skeiðina.
IMG_2858
Snickersbitunum er skellt út á poppið strax á eftir súkkulaðinu. Hræra saman og smella þessu svo í ísskáp í sirka 40 mínútur, 20 mínútur duga samt alveg. Ég tala af reynslu.

Almáttugur minn. Þetta er syndsamlega gott. Syndsamlega segi ég!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest