Flestir sem hafa komið til Spánar hafa smakkað hinn dýrðlega drykk Sangria. Drykkur þessi er gerður úr rauðvíni og er einskonar þjóðardrykkur þar syðra.
Til að gera góða sangriu er hægt að nota sitt lítið af hverju en uppistaðan er fyrst og fremst ávextir, rauðvín og sætuefni.
Sætuefnið getur verið sykur, hunang eða síróp og ávextirnir eru valdir eftir smekk hvers og eins. Örlitlu koníaki er jafnvel bætt við og svo er drykkurinn kældur og borin fram í stórum glösum.
Það er hægt að nota margskonar gerðir af rauðvíni en óhætt er að mæla með því að keyptur sé rauðvínskútur enda þarf ekki að nota dýr og flott vín í þennan drykk.
Snilldarvalkostur fyrir sumarveisluna í garðinum, bæði með mat eða sem fordrykkur.
Uppskrift að SANGRIU:
Létt, þurrt rauðvín, ein til tvær flöskur.
Skornir ávextir; t.d. appelsínur, epli, jarðarber, lime, sítrónur, ber, mangó os.frv
Sætuefni: Til dæmis hunang, sykur, síróp, appelsínusafi eða grenadín.
Brandý, þrjú staup.
Örlítið af kanil.
Sumir nota Sprite eða 7Up.
Fullt af klaka.
Skál og gleðilegt sumar elskurnar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.