Langar að deila með ykkur himneskri uppskrift með góðri samvisku…
Þar sem haustið er skollið á, er ekkert skemmtilegra en að bjóða góðu fólki í mat og njóta.
Eitt af því sem margir heilsumeðvitaðir eiga erfitt með að standast eru girnilegir eftirréttir. En þeir eru algjörlega ómissandi eftir dýrindis mat, að minnsta kosti þykir mér það, og ekki er verra en að hafa þá í hollari kantinum.
Heitur ávaxta og súkkulaði eftirréttur:
250gr múslí (ég notaði sollu múslí ekki með rúsínum)
2 epli
1 banana
100gr hvítt súkkulaði
(ég nota alltaf súkkulaði frá GREEN & BLACK’S, ORGANIC)
100gr dökkt súkkulaði
1 1/2 msk kanill
2 msk púðursykur (ég notaði agave sýróp)
100 gr smjör
Epli, banani, súkkulaði og smjör skorið í bita. Allt sett í eldfast mót og blandað saman. Hitað í ofni á 175 í sirka 30 mín. Hrærið einu sinni til tvisvar á meðan rétturinn bakast.
Berið fram heitt með ís, þeyttum rjóma eða grískri jógúrt! Namm namm namm…
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.