Ég hef aðeins verið að þróa mínar eigin uppskriftir og prófaði ég þessar súkkulaðimúffur um daginn.
Múffurnar heppnuðust frábærlega og verð ég að láta það fylgja með að hér sátu nokkrar 8 ára skólastelpur sem smökkuðu múffurnar til þar til að þær urðu fullkomnar.
Ég verð að segja að ég er alveg sammála stelpunum, þær eru eiginlega alltof góðar til að maður sleppi þeim.
Mæli með þessum múffum eftir skóla á köldum haustdegi.
Innihald:
300 gr hveiti
50 gr sykur
1/2 tsk sykur
3 msk kakó
2 tsk lyftiduft
2 stk egg
150 gr brætt smjör og látið kiln
5 dropar af kókos- eða vanillu stevíu
1 dl mjólk
50 gr súkkulaðispænir
50 gr fersk bláber
50 gr hvítt súkkulaði
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður
2. Sigtið hveiti, kakó go lyftiduft í skál
3. Þeytið egg og sykur vel saman
4. Bræðið smjörið og látið kólna
5. Blandið svo öllu hinum saman við NEMA bláberjunum og hvítasúkkulaðinu
6. Setjið blönduna í muffins form
7. Stingið bláberjum hingað og þangað í hverja múffu og raspið hvítt súkkulaði yfir.
8. Bakið við 180 gráður á 15-18 mínútur.
Verði ykkur að góðu!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.