Þarna sérðu glitta í Oreokex já. Poppkorn. Og vænt magn af hvítu súkkulaði.
Ekki nema þrjú innihaldsefni:
1. Full skál af poppi
2. Hvítir súkkulaðidropar
3. Mulið Oreokex
2. Hvítir súkkulaðidropar
3. Mulið Oreokex
Ég væri til í að leggjast í baðkar fullt af muldu Oreoi. Með rauðvín. Og bók. Og Simon Cowell. Nei, Bill Spencer úr Glæstum vonum. Já, höfum það Bill. Namm.
Ofnplata er klædd bökunarpappír og poppkornið fer þar á.
Hvíta súkkulaðið er brætt í örbylgjuofni og því svo slett yfir poppið. Fram og tilbaka. Og ein skeið í munninn að sjálfsögðu.
Ég er 28 ára og sleiki ennþá eldhúsílát ef þau hafa innihaldið eitthvað gott. Líkt og bráðið hvítt súkkulaði.
Kexmulningurinn fer út á strax á eftir súkkulaðinu og öllu er hrært vel saman.
Þetta þarf síðan að dvelja í ísskáp í góðar 40 mínútur fyrir neyslu. Þetta voru mögulega erfiðustu 40 mínútur lífs míns.
Guðdómlega gott!!
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.