Hver slær hendinni á móti súkkulaði drykk í bítið? Það veitir svo mikla hamingju!
Þessi drykkur er sjúklega mikill unaður! Svo er hann líka hollur og góður… og NÚNA er rétti tíminn til að undirbúa hann því verður bragðgóður yfir nóttina.
INNIHALD
- 1/2 dl haframjöl
- 1 dl möndlu, soja eða kókosmjólk
- 1 msk hreint kakó, lífrænt
- 1 tsk kanill (ég nota alltaf krydd frá pottagöldrum)
- 1 msk Agave síróp, hunang, hlynsíróp eða annað sætuefni eftir smekk
- 1 lítill banani, skorinn í bita og fryst yfir nótt
AÐFERÐ
Setjið hafra, mjólk, kakó, kanil, og sætuefni í skál. Hrærið saman og geymið inni í ísskáp í nótt.
Og í fyrramálið – Blandið saman banana og hafra blöndunni, skellið í ‘blender’ og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bættu við mjólk ef þér finnst hann of þykkur.
Þessi drykkur toppar tilveruna..njótið í botn, SKÁL Í SÚKKULAÐI!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.