Súkkulaðibollakökur með hindberjum og súkkulaðiskyrkremi eru dúnmjúkar og dýrðlegar undir tönn.
Dásamlegar með morgunkaffinu (að hætti Ítala sem borða kökur á morgnana) eða með síðdegiskaffinu. Þessar eru úr heilhveiti og innihalda aðeins 1/2 dl hrásykur og vínsteinslyftiduft svo þær eru svona í hollari kantinum og mega þessvegna fara með sem nesti í skólatöskuna. Uppskriftin er eftir Ernu Sverris sem skrifar mikið á Gott í matinn en hér eru múffurnar góðu…
Innihald
1 stk stórt brún egg
½ dl hrásykur
⅔ dl repjuolía
½ tsk vanilla
1¼ dl hveilhveiti
2 msk kakó
½ tsk vínsteinslyftiduft
⅛ tsk matarsódi
• sjávarsalt á hnífsoddi
⅔ dl vanilluskyr
1 dl frosin hindber
Aðferð
1. Stillið ofninn á 180°.
2. Hrærið egg og hrásykur í hrærivél þar til létt og ljóst. Hellið repjuolíu og vanillu varlega saman við á meðan vélin er í gangi.
3. Setjið þurrefnin saman við og hrærið í stutta stund. Bætið vanilluskyrinu saman við með sleikju,
4. Raðið pappamuffinsformum ofan í muffinsbökunarform. Setjið eina væna matskeið af deiginu í hver form. Sáldrið hindberjum yfir og látið loks restina af deiginu yfir.
5. Bakið í 15-20 mínútur. Varist að ofbaka.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.