Hér er uppskrift að léttum og góðum Nutella búðingi sem inniheldur fáar hitaeiningar miðað við að vera eftirréttur.
Hér er notast við kornsterkju sem er mikið notuð í allskonar bakstur og rétti bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en þú færð þetta t.a.m í Kosti.
INNIHALD
3 1/2 matskeiðar kornsterkja (Cornstarch, fæst í Kosti)
2 bollar léttmjólk eða undanrenna
1/4 bolli Nutella
2 msk sykur
örlítið salt
UNDIRBÚNINGUR
Blandaðu saman kornsterkju við hálfan bolla af mjólk í skál þar til sterkjan leysist alveg upp. Hitaðu restina af mjólkinni saman við nutella, sykur og salt í litlum potti á lágum hita þar til allt er bráðnað saman. Hrærðu stöku sinnum í.
Hækkaðu hitann þar til þetta sýður næstum því (þá byrjar að rjúka úr pottinum). Hrærðu aftur í blöndunni af sterkju og mjólk og láttu renna út í nutellað hægt og rólega meðan þú hrærir viðstöðulaust í á meðan. Láttu nú krauma og haltu áfram að hræra í með sósuþeytara í eina og hálfa mínútu sirka.
Helltu í fjóra bolla og settu plastfilmu yfir svo að ekki myndist skán á búðingnum. Láttu þetta inn í ísskáp og láttu bíða í tvo tíma. Berðu fram kalt.
Hver skammtur inniheldur frá 230-300 hitaeiningar og það má bæta smá súkkulaði út í Nutella blönduna. Namm namm!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.