Við kunnum oft ekki að gera við afganga úr fiski en þessi uppskrift er alveg frábær og einstaklega ljúffeng með svalandi köldu sítrónuvatni og góðu brauði. Frábær hádegis eða kvöldmatur og tilvalið að taka með sér sem nesti í vinnuna og hita upp daginn eftir.
INNIHALD:
350g kartöflumús
1 msk* Hellmann’s Létt Mayones
175g soðin ýsa
175g reyktur fiskur, t.d. lax
4 vorlaukar (eða annar góður laukur, t.d graslaukur eða púrra).
1 msk steinselja
1 msk hveiti eða spelt
1 msk olía
1 tsk sinnep með fræjum
3 msk Hellmann’s Light Mayonnaise
AÐFERÐ:
1. Blandaðu saman kartöflum, fiski, vorlauk, mayonesi og steinselju.
2. Mótaðu bollur sem þú fletur út, veltir upp úr hveiti/spelti og steikir í 5 mínútur (2.5 á hvorri hlið).
3. Blandaðu rest af majónesi og sinnepi saman og berðu fram með klöttunum.
Þennan heimilislega rétt er gott að bera fram með brauði og salati, eða hrísgrjónum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.