Hér kemur uppskrift af gómsætri og djúsí ídýfu með spínati og þistilhjörtum, þessi hentar vel í partíið. Hún bragðast dásamlega með söltum flögum eða ofan á kex…
Hráefni
- 1/2 bolli sýrður rjómi
- 1/4 teskeið nýmalaður svartur pipar
- 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
- 1 dós þistilhjörtu, saxaðir
- 1 poki frosið spínat, saxað og vatnið kreist úr
- 450 grömm rjómaostur, við stofuhita
- 200 grömm rifinn mozzarella ostur
- 30 grömm ferskur rifinn parmesan ostur
Aðferð
- Forhitaðu ofninn í 180 gráður.
- Settu fyrstu sex hráefnin saman í stóra skál og blandaðu öllu vel saman.
- Bættu um 100 grömmum af mozzerella ost og tveim matskeiðum af parmesan ost út í blönduna og hrærðu.
- Færðu blönduna yfir í eldfast mót og stráðu restinni af mozzarella og parmesan ostinum yfir blönduna.
- Bakaðu ídýfuna í um 30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
Verði þér að góðu!
Þessi girnilega uppskrift og myndirnar eru fengnar að láni af síðunni lemonsforlulu.com.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.