Ef spínatið þitt er að eyðileggjast inní ískáp skaltu skella í pönnsur akkúrat núna strax!
Alltof oft skemmst spínatið inní ískáp og getur verið spínatið virkilega slepjukennt og ógirnilegt þó það sé samt ekki alveg ónýtt.
Þá er um að gera að nýta það svo það endi ekki í ruslinu !
Við hendum alltof mikið af mat fyrir.
Þessar pönnukökur eru ótrúlega einfaldar, fljótlegar og snilldar nesti!
Ég reyni að hafa alltaf nesti með mér í skólann, bæði til að spara peninga og til að borða hollt. Pönnsunar eru hálf bragðlausar sem er bara gott að mínu mati því að þá er hægt að leika sér svo mikið með þær!
Þú getur t.d. kryddað þær eins og þú vilt, sett á þær salsa sósu eða bara borið þær fram með því sem þér þykir gott. Blandan er dálítið þykk svo þú getur bæði þynnt þær út með mjólk eða öðru og dreift vel úr þeim eða haft þær þykkar eins og amerískar pönnsur. Þær eru svo fallega grænar og geymast vel inní ísskáp.
Innihald
- 3 bollar spínat (lófafylli)
- 3 egg
- 2/3 bolli kókoshveiti (Getur líka notað mulið haframjöl, þarft þá að bæta við eggi)
Aðferð
- Stilltu pönnu með kókosolíu á miðlungs hita.
- Settu spínat, egg og kókoshveiti í blandara og blandaðu vel þar til allt er orðið vel mixað.
- Settu rúmlega 2 msk af blöndunni á pönnu og steiktu báðu megin.
- Hægt að bera fram með spæltu eggi eða smjöri og osti, eða bara hverju sem þér dettur í hug.
Bon appétit !
Róberta Michelle Hall er fædd í Reykjavík en rekur rætur sínar til Bandaríkjanna eins og nafnið ber með sér. Hún á erfitt með að sitja kyrr og líður best með mörg járn í eldinum. Helstu áhugamál Róbertu eru líkamsrækt, sálarrækt og bakstur. Hún bakar allt milli himins og jarðar hvort sem það er óhollt eða hollt og lætur stundum aðra um að klára kökuna sem hún smakkar þó sjálf því gott skal það vera!