Sykurlausar speltpönnsur með chiafræjum, kanil og kókos

Sykurlausar speltpönnsur með chiafræjum, kanil og kókos

Hún Eva vinkona mín kenndi mér í sumar að gera ‘næturgraut’ en það er einskonar hráfæðigrautur, meinhollt fyrirbæri.

Eva er bæði menntuð sem íþróttakennari og flugvirki. Og er líka algjört ‘heilsufrík’ sem veit fátt betra en að kaupa beint af bændum í frönsku sveitinni þar sem hún býr. Hún Eva mín gersamlega elskar alla hollustu og er svo heittrúuð í þessu að hún notar meira að segja lífrænt tannkrem. Geri aðrir betur. Næturgrauturinn hennar Evu er alls ekki flókin aðgerð. Einfaldasta útgáfan af honum væri að hella höfrum og mjólk í skál og láta hafrana þykkna yfir nóttina inni í ísskáp. Næsta morgun er grauturinn klár. Bingó. En svo má alltaf bæta um betur og setja út í það sem hugann girnist. Þú verður að prófa þig áfram. Ég ‘dassaði’ í skál..

  • 1/2 dl chia fræ
  • 1.5 dl hafrar
  • 1. tsk hörfræ
  • smá kókosflögur
  • kanil á hnífsoddi …og hellti yfir þetta möndlumjólk þannig að hún rétt flæddi yfir þurrefnin.
  • Beint í skál, undirskál ofan á og inn í ísskáp. Athugaðu að þú getur líka notað soja eða venjulega mjólk ef þú vilt.

Unaðslegar en samt svo hollar

Næsta morgun langaði mig svo ekki grautinn þó hann sé vissulega bragðgóður og hollur. Mig langaði í eitthvað heitt og ákvað því að breyta næturhráfæðigrautnum í amerískar heilsupönnukökur. Ég hellti næturgrautnum í stærri skál og setti útí eftirfarandi viðbætur.

Næturgrauturinn þynntur út með möndlumjólk ofl2-3 dl fínmalað spelt
1. egg
1/2 stappaður vel þroskaður banani (má sleppa)
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
1. tsk stevia með vanillubragði (má sleppa og nota annað sætuefni ef þú vilt, t.d. hunang, agave eða annað.)
1. msk olía (Omega 4)
sirka 3-4 dl möndlumjólk eða bara til að búa til rétta þykkt – ekki of þykkar og ekki of þunnar.

Hrærði öllu vel saman með sleif og steikti svo á þar til gerðri pönnukökupönnu… skiptir samt engu þótt þú eigir ekki þannig. Snýrð við þegar bólur myndast í deiginu og steikir hina hliðina. Þykktin á deiginu á að vera mitt á milli vöfflu og pönnukökudeigs.

Heilsupönnukökur gera alla daga góða

Prófaðu þetta… algjört sælgæti sem bráðnar í munninum með góðu sýrópi, íslensku smjöri og heitum kaffibolla. Morgnar gerast varla betri!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest