Ég elska hreinlega allt sem fer vel í kroppinn og ekki skemmir fyrir að bera fram mat sem þarf rétt að smella fingri og allt í einu er allt klárt!
Þessi dásamlegi réttur er guðdómlegur. Er í senn bragðgóður og fallegur og tekur bara andartak að útbúa.
- 500 g kirsuberja-tómatar
- 6-8 rif af hvítlauk
- 4 msk ólífuolía
- salt
- hrásykur
- 4 blöð af ferskri basiliku í sósuna
- 180 g spaghetti (ég nota spelt)
- Parmessan ostur
UNDIRBÚNINGUR
- Sjóða spagettíið skv. upplýsingum
- Skera tómatana litla bita.
- Skera hvítlaukin í mjög smáa bita eða nota pressu.
- Setja á meðalstóra pönnu, oliu, tómata og hvítlaukinn, eldið við lágan hita og hræra vel. Passa mjög vel að hvítlaukurinn verði “ALDREI” brúnaður.
- Þegar tómatarnir eru farnir að linast þá kremurðu þá með sleif (ekki alla) og bætir smá salti útí og örlítið af hrásykri (nokkur korn á milli puttanna)
- Leifa þessu að malla í ca. 15 mínútur, þá setja smá basiliku út í .
- Þegar spaghettíið er að verða soðið (ca 1 mínúta eftir) ekki skola það, takið það með töng og setjið í sósuna. Bætið 2 msk. af soðinu frá spaghettíinu útí sósuna, hrært vel saman.
Setjið spaghetti á diskinn og skreytið með smá basiliku. Berið parmesan ostinn með til hliðar.
Þú svífur alla leið til sólríkra stranda og til að toppa þann dásamlega draum mæli ég með lífrænu léttu hvítu í fallegu glasi “Blanc de Pacs” frá Spáni.
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.