UPPSKRIFT: Snickers mjólkurhristingur fyrir alla sem elska Snickers!

UPPSKRIFT: Snickers mjólkurhristingur fyrir alla sem elska Snickers!

snikkers_is

Snickers er eitt besta og vinsælasta sælgæti allra tíma enda ófáir sem geta ekki án þess verið. Snickers er bara snilld.

En hvað ef maður tekur svo Snickers og blandar saman við vanilluís? Mmmmmm* Hér er fullkomlega ómótstæðileg uppskrift fyrir þig sem ert að deyja úr þörf fyrir smá nammi. Þú kemst seint yfir þetta trít. Bragðarefur hvað?

snikkerssjeik

INNIHALD

2½ bolli vanilluís
¾ bolli mjólk
4 litlir Snickers ísar (mini) – (eða 2 venjulegir ef litlu eru ekki til).
2 matskeiðar súkkulaðisósa
5 klakar (ef þú vilt)

Smá súkkulaðisósa til að skreyta glasið með og eitt Snickers eða Snickers ís til að saxa niður og skreyta með.

Einnig nokkrar jarðhnetur ef þú átt þær til.

AÐFERÐ

Blandaðu saman vanilluís, mjólk, 5 mini Snickers og súkkulaðisósu í blender eða með töfrasprota þar til allt verður mjúkt.  Skreyttu tvö glös með smá súkkulaðisósu, helltu sjeik í glösin og toppaðu með söxuðu snickers eða snickers ís.

 

Fáðu þér sopa og njóttu í botn!

[myndir og heimild: A cedar spoon]

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest