Skyrterta kemur öllum á óvart sem ekki hafa prófað að smakka. Hún er ekki ósvipuð ostaköku á bragðið en er auðvitað mikið hollari og stútfull af próteini og öðru sem er gott fyrir kroppinn.
Skyrtertu er mjög gott að bera fram sem eftirrétt eða njóta í saumaklúbbnum, eða bara á kósýkvöldi heima í stofu.
BOTN
80 g repjuolía eða kókosolía
½ dl hrásykur
2 dl haframjöl
2 dl heilhveiti
1 msk vatn
TERTAN
250 g vanilluskyr
150 g rjómaostur (1 lítið box)
1 msk hunang eða stevia (sætuefni) eftir smekk
500 g jarðarber, eða önnur ber
3 msk kókosflögur (má sleppa)
1 msk fersk mynta, fínsöxuð (má sleppa)AÐFERÐ1. Stillið ofninn á 200°C.2. Hrærið öllu saman í skál sem á að fara í botninn. Þrýstið deiginu niður/fletjið með höndunum annað hvort í eldföstu móti sem er 24 cm í þvermál eða notið lausbotna hringform af sömu stærð. Látið deigið ná upp á kanta formsins. Bakið í ofninum í 12 – 15 mínútur. Kælið.
250 g vanilluskyr
150 g rjómaostur (1 lítið box)
1 msk hunang eða stevia (sætuefni) eftir smekk
500 g jarðarber, eða önnur ber
3 msk kókosflögur (má sleppa)
1 msk fersk mynta, fínsöxuð (má sleppa)AÐFERÐ1. Stillið ofninn á 200°C.2. Hrærið öllu saman í skál sem á að fara í botninn. Þrýstið deiginu niður/fletjið með höndunum annað hvort í eldföstu móti sem er 24 cm í þvermál eða notið lausbotna hringform af sömu stærð. Látið deigið ná upp á kanta formsins. Bakið í ofninum í 12 – 15 mínútur. Kælið.
3. Hrærið fyrstu þremur fyllingarhráefnunum saman og setjið jafnt á bökubotninn.
4. Raðið berjum eða ávöxtum yfir og skreytið með kókosflögum og myntu ef vill.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir og fengið lánað hjá Gott í matinn
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.