Við erum duglegar að setja bláber á hafragrautinn á morgnanna en prófaðu líka að fá þér skyr í morgunmat með fersku bláberja -og eplasalati út á.
Þú verður södd fram að hádegi og færð jafnan og góðan skammt af bæði próteinum og kolvetnum sem eru líkamanum nauðsynlegt. Uppskriftin er fyrir fjóra.
½ líter skyr
Epla og bláberjasalat með kókos
- 2 epli lífræn!
- 100 gr. bláber
- 1. matskeið sítrónusafi
- 1 msk. akasíu hunang
- 25 grömm af kókosflögum
Taktu kjarnana úr eplunum og skerðu í þunna báta, blandaðu við smá sítrónusafa, bláberjum, hunangi og kókos. Settu skyrið í skálar og toppaðu með salatinu. Ef þú vilt er gott að setja örlítið af grófu múslí með.
ORKA: 150 hitaeiningar í skál, 17% fita, 40% prótein, 43% kolvetni.
Verði ykkur að góðu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.