Algjörlega himneskt nammi sem fær þig til að njóta augnabliksins. Ótrúlega fljótlegt að gera og hentar í hvað sem er. Frábært að eiga í kæli og geta gripið í einn og einn bita til að bjóða upp á með kaffinu.
- 1 bolli hnetusmjör
- 2/3 bolli hunang
- 1/2 bolli kókosolíu
- 2 bollar haframjöl
- 1 1/4 bollar 70% súkkulaði, skorið smátt
- 3/4 bolli þurrkuð trönuber
Aðferð
- Bræðið saman hnetusmjör, hunang og kókosolíu við vægan hita.
- Takið pottinn af hellunni, bætið við höfrum, súkkulaði og trönuberjum.
- Hrærið saman þar til súkkulaðið er bráðið.
- Blandan er sett í stórt eldfast mót.
- Sett í ísskáp og kælt þar til blandan hefur stífnað, um klukkustund.
- Skerið í góða munnbita.
Það er líka dásamlega gott að setja þurrkuð goji ber í stað trönuberja. Þetta hollustunammi slær alltaf í gegn í hvaða félagsskap sem er.
Njótið í botn með góðri samvisku!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.