Ég er mjög hrifin af því að bera fram ferskan og léttan eftirmat. Það hreinsar bragðlaukana og þegar eftirrétturinn er svona léttur þá er alltaf aukapláss fyrir meira.
Það er gott að hafa í huga að velja alltaf vel þroskaða, vel ilmandi og fallega ávexti í sorbet. Sorbet gerir lítið annað en að magna bragð ávaxtarins og því er best að passa að ávöxturinn bragðist vel áður en hann er nýttur.
Innihald
AÐFERÐ
Setjið sykur, appelsínusafa og vatn í pott, látið suðuna koma upp. Sjóðið þar til sykurinn leysist upp, ca. 3 mínútur. Bætið jarðarberjum og appelsínu safanum við blönduna, sjóðið áfram í 8 til 10 mínútur. Setjið blönduna í “blender” og hrærið þar til allt hefur maukast saman. Látið kólna við stofuhita og setjið í kæli í ca.30 mín.
Hellið blöndunni í form og frystið.
Svo ferskt, fallegt, og gott.. Einnig er tilvalið að bera heita súkkulaðiköku fram með þessari sælu. Það verður allt svo skemmtilegt þegar súkkulaði og jarðarber koma saman!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.