UPPSKRIFT: Sjúklega góð og einföld frönsk súkkulaðikaka…dásemd!

UPPSKRIFT: Sjúklega góð og einföld frönsk súkkulaðikaka…dásemd!

www.pjatt.is

Þessa einfalda “franska” er alltaf sígild og hentar við öll tækifæri. Sjúklegur unaður fer í gegnum um allan kroppinn þegar hún snertir bragðlaukana. Mæli með þessari alla leið.

Innihald

  • 200 gr smjörwww.pjatt.is
  • 200 gr 70% súkkulaði
  • 3 egg
  • 2 dl agavesýróp
  • 1 dl fínt spelt

Aðferð

  1. Smjör og súkkulaði brætt í potti við lágan hita og gætið þess að láta alls ekki sjóða .
  2. Eggið og agavesýrópið þeytt mjög vel saman.
  3. Súkkulaðismjörið aðeins látið kólna og svo er því blandað varlega saman við eggjahræruna.
  4. Þá er speltinu blandað saman við með sleif.
  5. Sett í form og bakað við 175° í um 25-30 mín.

Kakan á að vera hrá í miðjunni. Þegar að kakan hefur kólnað er gott að strá sigtuðum  flórsykri yfir.

Himnesk sæla sem gott er að bera fram með ferskum berjum, rjóma eða ís. Hún slær alltaf í gegn!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest