Ertu að fá dásemdar félaga í mat?’ Þessi er algjörlega fullkomin eftir góða máltíð.
Eitthvað svo mikið við hana, bara svo falleg!!
Kókosbotn
- 4 eggjahvítur
- 100 g hrásykur
- 100 g kókosmjöl
- 100 g súkkulaði, 70%
AÐFERÐ
- Hitið ofninn í 150°C og smyrjið lausbotna 24 cm tertumót vel og klæðið með smjörpappír.
- Þeytið eggja-hvítur og hrásykur mjög vel saman, þar til létt og ljóst, blandið kókosmjölinu og súkkulaðinu varlega saman við með sleif.
- Hellið deiginu í mótið og bakið botninn í ca. 30 mínútur.
- Kælið hann vel áður en jarðaberja-rjóminn er settur á.
Jarðaberjarjómi
1/2 lítri rjómi
1 askja fersk jarðaber, skorin smátt
Þeytið rjóman og blandið honum saman við niðurskornu jarðaberin. Smyrjið blöndunni á botninn.
KREM
Bræðið 70% súkkulaði yfir vatnsbaði, bætið örlitlu agave sírópi saman við bráðið súkkulaðið. Kælið og hellið yfir kökuna.
Toppurinn að skreyta með jarðaberjum.
Njótið hvers einasta munnbita…mómentið verður fullkomið!!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.