Hér kemur uppskrift af hollu og góðu kínóa-salati með sætum kartöflum og steiktum graskersfræum. Það tekur smá tíma að útbúa það en þegar það er tilbúið endist það í um tvo daga í kæli og er tilvalið í nestisboxið.
Hráefni:
- Einn bolli elduð kínóafræ
- Ein meðalstór sæt kartafla, skorin í bita
- Ólívuolía
- Eitt stk heill chillipipar
- 1/4 saxaður vorlaukur
- 1/4 bolli brytjaður geitaostur
- Dass af salti, eftir smekk
- Nokkrar lúkur af rúkkólasalati
- Hálf lúka af söxuðum kóríander
- 1/4 bolli graskersfræ
Dressing:
- 1/4 bolli ólívuolía
- Tvær matskeiðar límónusafi
- Ein teskeið kúmenfræ
- Ein teskeið chillipipar/krydd
- Sletta af hunangi
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Forhitaðu ofninn í 170 gráður. Dreifðu kartöflubútunum á bökunarpappír á ofnplötu og slettu smá ólífuolíu yfir þá ásamt salti. Settu chillipiparinn á sömu ofnplötuna (í heili lagi). Eldaði í um 20 mínutur, eða þar til kartöflurnar eru orðnanr gylltar og girnilegar. Taktu þá bökunarplötuna út.
- Á meðan, blandaðu öllu hráefninu fyrir dressinguna saman og hrærðu vel.
- Steiktu graskersfræin á pönnu upp úr olíu og salti í nokkrar mínútur.
- Þegar chillipiparinn hefur kólnað á bökunarplötunni, skerðu hann þá í sundur langsöm, fjarlægðu fræin úr og saxaðu í litla bita.
- Blandaðu þá öllu hráefninu (nema chilli og kóríander) saman við helminginn af dressingunni og smakkaðu, bættu svo dressingu við eftir smekk.
- Skreyttu svo salatið með eldaða chillipiparnum og kóríander.
Hollt og gott! Verði þér að góðu.
Þessi uppskrift er fengin að láni frá vefsíðunni LoveAndLemons.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.