Saumaklúbburinn nálgast og nú er komið að þér að hrista fram úr erminni einhverja snilld fyrir stelpurnar. Hvað með osta baguette með jalapeno og frískandi drykk úr berjum og freyðivíni?!
Hrærðu 250 gr af rjómaosti (við stofuhita) á móti 1/2 bolla af rifnum parmesan í miðlungs stóra skál þar til það er alveg blandað.
Bættu þá út í 1/3 bolla af bakaðri rauðri papriku (hægt að kaupa í krukku í betri verslunum) og einni matskeið af söxuðu jalapeno.
Skerðu endann af 4 baguette brauðum, settu oddhvassan hníf inn í miðjuna og skerðu varlega þannig að það sé enn brauð til hliðanna.
Notaðu svo endann á skeið eða sleif til að losa restina af lausu brauði.
Settu ostablönduna í brauðið með sleif eða öðru og reyndu að hafa hana þétta. Geymdu restina af fyllingu til að nota seinna. Settu svo plastfilmu utan um brauðið og geymdu inni í kæli í amk klukkustund.
Taktu plastið af og skerðu í sneiðar áður en rétturinn er borinn fram.
Með þessu er fyrirtak að servera unaðslega frískandi blöndu af berjum, ferskjum og kældu moscato freyðivíni.
- Tæmdu tvær 170-gr öskjur af hindberjum í stóra könnu.
- Skerðu 3 ferskjur í sneiðar og bættu við ásamt Slice 3 740-mL flösku af kældu Moscato og láttu standa í 20 mínútur.
- Bættu við 355 ml dós af kældu engiferöli og sódavatni rétt áður en drykkurinn er borinn fram og settu klaka út í.
Skál og góða skemmtun!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.