Vikan að byrja, meistaramánuður að byrja og því alveg tilvalið að setja hér inn uppskrift að ákaflega ljúffengu kjúklingasalati.
Ekki nóg með það heldur er hægt að borða salatið með mjög góðri samvisku þar sem skammturinn inniheldur um 300 hitaeiningar.
Þú þarft:
- 2 matskeiðar af ólífuolíu
- 2 matskeiðar af lime safa
- 2 matskeiðar af mango chutney
- 1 matskeið af soja sósu
- 3/4 teskeið af rifinni engiferrót
- 2-4 skinnlausar kjúklingabringur
- Steikarúða
- 8 bolla af blönduðu salati
- 1 bolla af mangó skornu í bita
- 3/4 bolla af avókadó, skorið í bita
Hitaðu ofninn
Blandaðu saman olíu, lime safa, mangó chutney, soja sósu og engifer í lítilli skál. Láttu kjúklingabringurnar á stóran disk og berðu blönduna á en geymdu svolítið fyrir sjálft salatið. Láttu bringurnar liggja í blöndunni í 5 mínútur, þá úðar þú ofngrindina með steikarúða og leggur bringurnar þar á.
Grillaðu bringurnar í fjórar mínútur á hvorri hlið og bættu blöndunni á kjúklinginn þegar þú snýrð honum. Skerðu svo kjúklinginn í ræmur þegar hann er tilbúinn. Skammtaðu salati, mangó og avókadó á fjóra diska, raðaðu kjúklingnum þar yfir og láttu restina af marineringunni/dressingunni yfir.
Njóttu með góðri samvisku í góðum félagsskap!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.