Það eru fáar gerðir af grænmeti sem mér finnast jafn góðar og eggaldin. Þetta bragðmikla grænmeti er gott með allskonar mat, eða sem aðalréttur og hægt að gera fjölbreytta rétti úr því, en það er alltaf ómótstæðilegt þegar þú grillar það létt inni í ofni.
Þetta salat slær alltaf í gegn enda spriklandi af vítamínum og dásamlegu bragði. Þú getur borið það fram sem forrétt, með súpu eða sem meðlæti með t.d. góðum laxi eða öðrum fisk.
INNIHALD
- Eitt stórt eggaldin, skorið í sirka sentimeters þykkar sneiðar
- Tvær rauðar paprikur, skornar niður
- Ólífuolía
- 150g mozarella ferskur stór mozarella ostur, skorinn þunnt
- Tveir stórir, þroskaðir tómatar, skornir þunnt
- Klettasalat
DRESSING
1 hvítlauksrif, kramið
250g hrein lífræn jógúrt
safi úr hálfri sítrónu
msk ólífuolía
3 msk fínt skorinn mynta
AÐFERÐ
Hitaðu ofninn í 180 gráður. Berðu olífuolíu á eggaldin sneiðarnar og paprikuna og kryddaðu með smá salti og ferskum pipar. Leggðu á grillið í ofninum en gott að hafa ofn skúffuna undir.
Grillaðu þar til paprikan er orðin mjúk og örlítið dökk (brennd).
Blandaðu saman innihaldsefnum í dressingu með því að píska saman í skál. Berðu fram með því að leggja þrjár eggaldin sneiðar í disk, settu papriku, mozarella og tómata ofan á, skelltu yfir svolítlli dressing og toppaðu með klettasalati.
Ljúfara gerist það ekki. Dásamlegt og mjög hollt með litlu glasi af góðu rauðvíni með! Slær algjörlega í gegn!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.