Það elska allir sætar kartöflur enda eru þær bæði einstaklega bragðgóðar og á sama tíma mikil heilsubót. Þær fita jafnframt ekki með sama hætti og venjulegar kartöflur enda minni mjölvi í þeim og hærra magn kolvetna enda innihalda þær minna vatn. Þær innihalda jafnframt meira af trefjum, C-vítamíni og E-vítamíni heldur en venjulegar kartöflur.
Hér er mjög girnileg uppskrift af Gott í Matinn en þú ættir að geta boðið hvaða grænmetisætu sem er í mat með stolti ef þú berð þennan rétt fram. Þær eru jafnframt mjög góðar sem meðlæti með hvaða fisk eða kjötrétti sem er.
Bollurnar
1½ tsk kummin
2 stk lítil hvítlauksrif, fínsöxuð
1½ tsk kóríander
2 lúkur af fersku kóriander, saxað
• safi úr ½ sítrónu
2 dl heilhveiti
• sjávarsalt og svartur pipar
• ólífuolía
• sesamfræ
Salat
1 stk grænt epli, skorið í þunnar sneiðar
• örlítil ólífuolía
• örlítill sítrónusafi
Sýrð mangósósa
2 msk jalapeno í krukku
1 stk skallottulaukur, saxaður
1⅓ dl sýrður rjómi 10% (eða Oatly sýrður rjómi) (1 1/3 dl)
• sjávarsalt á hnífsoddi
• safi úr ½ límónu
Aðferð
Sýrð mangósósa:
1. Maukið öll hráefnin sem fara í sósuna með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Berið fram með bollunum.
Salat:
1. Setjið smá ólífuolíu og sítrónusafa yfir salatið. Raðið á fat eða diska og raðið eplaskífum yfir. 2. Leggið bollurnar ofan á og berið fram með mangósósunni.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.