Sætar kartöflur eru dásamlegar í allri sinni dýrð. Stútfullar af vítamínum og gera kroppinn þinn sælan og glaðan. Ekki hægt að fara fram á neitt mikið meira er það ?
- 800 gr. sætar kartöflur
- safir úr 1/2-1 appelsínu
- 1/2 tsk kanill
AÐFERÐ
- Hitið ofnin í 200°C.
- Pakkið kartöflunum í álpappír
- Bakið í 60 mínútur, fer þó eftir stærð kartaflanna
- Skerið kartöflurnar til helminga og skafið innan úr þeim
- Stappið þær vel saman og bætið safanum úr appelsínu út í ásamt kanil
- Smakkið til með salti og pipar
Þessi himneska sæta er fullkomin og tilbúin í hvað sem er. Passar með nánast öllu sem huga þínum girnist, t.d. lambi, kjúkling, fisk og jafnvel með fullt af skemmtilegu bökuðu grænmeti með smá “dazzi” af hlynsíróp.
Sex góðar ástæður til að borða sætar kartöflur:
- Sætar kartöflur eru ríkar af andoxunarefnum, sem vinna í líkamanum til að koma í veg fyrir bólgu vandamál eins astma, liðagigt, gigt og margt fleira.
- Sætar kartöflur eru góð uppspretta af kolvetnum fyrir þá sem eru með blóð-sykurs vandamál. Þessar trefjaríka tegund af rótargrænmeti, getur hjálpað til þess að viðhalda blóðsykrinum í jafnvægi.
- Sætar kartöflur eru góður kostu fyrir meltingarveginn. Ríkar af trefjum sem hjálpar meltingarveginum, sérstaklega þegar hýðisins er einnig neytt.
- Sætar kartöflur eru góðar fyrir þungaðar konur eða sem eru að reyna að verða þungaðar, vegna þess að í þeim er hátt hlutfall fólínsýra.
- Ríkar af mikilvægum vítamínum og öðrum næringarefnum.
- Sætar kartöflur eru góðar gegn einkennum streitu. Líkaminn hefur tilhneigingu til að nota mikið af kalíum og öðrum mikilvægum steinefnum þegar hann er undir álagi. Í sætum kartöflum eru mikilvæg steinefni sem hjálpa þér að viðhalda jafnvægi í öllum líkamanum, sérstaklega á álags tímum
Það er svo auðvelt að láta sér líða betur með réttu mataræði. Kroppurinn tekur gleðidans, verður svo sæll og glaður þegar við hugsum vel um hann.
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.