Þessi auðvelda rækjusnitta gerir allt vitlaust, falleg, fljótleg, holl og matarmikil.
Að smella þessari fram á fallegu sumarsíðdegi kallar fram ljúfa stemmningu og mikla kátínu, ferskt súrt limebragðið kitlar braglaukana, sitrónusósan og brakandi grænmetið smellpassa svo ég tali nú ekki um yndislegt bragðið af fagurbleikum rækjunum.
- Heilhveitihorn
- Bolli ferskar rækjur
- Klettasalat
- Limesneiðar
- Paprika
- Basil
- Eitt egg
- Dass af sítrónusósu
- Svartur pipar
Sítrónusósa: tvær mtsk sýrður rjómi, 3 mtsk pítusósa, 3 mtsk sætt sinnep og skvetta agavesíróp, öllu hrært vel saman og sítrónusafi í lokin eftir smekk.
Njótið í botn á góðum sólardegi!
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.