Innihald
- 2 msk ólífuolía
- 5- 600 gr rækjur
- 3 hvítlauksrif, söxuð
- örlítið af rauðum pipar
- 3/4 bolli hvítvín
- 1 1/2 bolli plómutómatar (litlir)
- 1/4 bolli saxað basil
- salt og pipar
- 3 bollar af pasta
Aðferð
1.
Hitaðu olíuna þar til rétt byrjar að rjúka. Bættu þá rækjum í og eldaðu í innan við eina mínútu á hvorri hlið. Taktu upp með töng eða þannig að olían verði eftir á pönnunni.
2.
Láttu olíuna kólna örlítið og bættu þá hvítlauk og rauðum pipar útá, hrærðu í sirka hálfa mínútu og bættu þá í víni. Lækkaðu hitann og láttu krauma þar til um það bil helmingurinn af vökvanum hefur þykknað upp í hitanum. Bættu þá í tómötum og mestu af basil laufunum og eldaðu þar til tómatarnir byrja að mýkjast. Bættu við salti og pipar.
3.
Settu rækjurnar aftur út á til að hita aðeins í þeim og berðu svo fram með góðu pasta.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.