Uppskrift: Ris a la mande sem getur ekki klikkað!

Uppskrift: Ris a la mande sem getur ekki klikkað!

4_880

Ég bý til Ris a la mande á hverju ári  við mikinn fögnuð fjöskyldunnar. Ég hef prófað þónokkrar uppskrifir af þessum dásamlega jólabúðing og hef loksins fundið þá sem mér finnst best og mun halda mig við eftirleiðis.

Ris a la mande.

  • » 700g mjólk
  • » 100g hrísgrjón
  • »10g kalt smjör
  • » 1stk vanillustöng
  • » 50g hvítt súkkulaði
  • » 250g rjómi
  • » 50-100g flórsykur
  • » eftir smekk ristaðar möndlur
  • » til skrauts hvítt súkkulaði

Penslið pottinn með smjöri svo mjólkin brenni ekki við, leyfið suðunni að koma upp á mjólkinni og bætið í hrísgrjónum.
Hrísgjónin eru soðin með vanillustöng í 30-40mín eða þar til þau eru mjúk undir tönn, hrærið hvítu súkkulaði samanvið og kælið.

Rjóminn er þeyttur og flórsykri blandað út í hann. Rétt fyrir framreiðslu er þeyttum rjóma og ristuðum möndlum bætt í ásamt kirsuberjasultu. Uppskriftin kemur frá Þráni Vigfússyni matreiðslumanni. Hérna finnið þið myndband sem auðveldar ykkur þessar framkvæmdir.

Þessi uppskrift svíkur engan. Tjah, ef svo ólíklega skyldi vilja til þá er ykkur velkomið að finna mig í fjöru.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest