Próteinbomba með berjum og eggjum

Próteinbomba með berjum og eggjum

425900-berry-omlette

Berjaeggjakaka með kotasælu fyrir einn. Fullkominn próteinríkur morgunmatur fyrir þau sem vilja skera niður kolvetnin.

INNIHALD

2 egg
2 msk vatn
salt og pipar
2 tsk góð olía
1/2 dl kotasæla
2 dl blönduð ber, s.s. jarðarber, bláber, hindber

AÐFERÐ

Léttþeytið eggin með gaffli og bætið vatni útí ásamt salti og pipar. Hitið smá olíu á pönnu og hellið eggjahrærunni út í. Steikið í nokkrar mín uns eggjakakan er orðin þykk en
samt mjúk á yfirborðinu. Setjið kotasæluna og helminginn af berjunum á miðja eggjakökuna og brjótið hana saman. Hellið því sem eftir er af berjunum ofan á eða til hliðar og berið strax fram.

Hvet ykkur til að vera dugleg að nota þesssa hollu uppskrift – það gæti verið eitt af heilsu markmiðum vikunnar að prófa nýjar uppskriftir!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest