Berjaeggjakaka með kotasælu fyrir einn. Fullkominn próteinríkur morgunmatur fyrir þau sem vilja skera niður kolvetnin.
INNIHALD
2 egg
2 msk vatn
salt og pipar
2 tsk góð olía
1/2 dl kotasæla
2 dl blönduð ber, s.s. jarðarber, bláber, hindber
AÐFERÐ
Léttþeytið eggin með gaffli og bætið vatni útí ásamt salti og pipar. Hitið smá olíu á pönnu og hellið eggjahrærunni út í. Steikið í nokkrar mín uns eggjakakan er orðin þykk en
samt mjúk á yfirborðinu. Setjið kotasæluna og helminginn af berjunum á miðja eggjakökuna og brjótið hana saman. Hellið því sem eftir er af berjunum ofan á eða til hliðar og berið strax fram.
Hvet ykkur til að vera dugleg að nota þesssa hollu uppskrift – það gæti verið eitt af heilsu markmiðum vikunnar að prófa nýjar uppskriftir!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.