Ef þú ert hrifin af Pizzu eða heitri ídýfu fyrir brauð, kartöfluflögur eða nachos þá áttu eftir að vera mjög sátt við þessa hitaeiningabombu.
Rétturinn er tilvalinn fyrir saumaklúbbinn eða kósýkvöldið um helgina og æði bara með rauðvíni eða einhverjum góðum gosdrykk.
Caprese kallast blandan af ferskum Mozarella osti, tómötum og basil en hér tökum við þetta skrefinu lengra og bætum við Parmesan, hvítlauk og rjómaosti ásamt nokkrum góðum kryddjurtum:
INNIHALD
- 1 konfekt tómatar skornir til helminga
- 1 teskeið ólífuolía
- 1/4 tsk salt
- 1/4 tsk pipar
- 350 gr. mjúkur rjómaostur
- 220 gr mozarella ostur, ferskur
- 220 gr provolone eða gouda rifinn
- 1/4 bolli fínt rifinn parmesan ostur og smá til að setja ofan á í lokin
- 4 hvítlauksrif fínsöxuð eða pressuð
- 1/4 bolli fersk basil lauf
- 2 matskeiðar ferskt timjan
- 1/2 oregano lauf, fersk (eða 1/4 þurrkað)
- Kex, brauð eða flögur til að njóta með.
AÐFERÐ
Forhitaðu ofninn í 220 gráður og settu álpappír á bökunarplötu. Dreifðu tómötunum á plötuna og dreifðu yfir ólífuolíu, salti og pipar.
Bakaðu í ofninum í 20-25 mínútur þar til þeir springa. Þá skaltu taka þá út og láta bíða.
Meðan tómatarnir eru í ofninum blandarðu rjómaostinum saman við provlone eða gouda og mozarella en setur smá til hliðar. Svo bætirðu við ferskum kryddum, hvítlauk og tómat, blandar vel.
Settu allt í eldfast mót og dreifðu yfir restinni af provlone og mozarella. Bakaðu í 25 min eða þar til osturinn er gylltur og byrjaður að ‘búbbla’.
Berðu strax fram með góðum drykk, ristuðu snittubrauði, kexi eða flögum og njóttu í botn!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.