Uppskrift: Piparmyntu brownie sem skýtur okkur í sjöunda himinn!

Uppskrift: Piparmyntu brownie sem skýtur okkur í sjöunda himinn!

IMG_7420

Fyrir þig sem ert í eftirrétta hugleðingum er þessi piparmyntu brownie skotheld!

Ég fékk þessa uppskrift frá nágrannakonu minni sem er algjör kökusnillingur en hún heldur úti blogginu gotteri.is.

Uppskrift:

 • Brownie:
 • 150 g suðusúkkulaði
 • 100 g smjör
 • 4 egg við stofuhita
 • 2 bollar sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 1/4 bolli hveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft

Hitaðu ofninn í 180°C. Bræddu smjörið og súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærðu vel saman eggjum og sykri, settu svo vanilludropana út í. Blandaðu súkkulaðiblöndunni saman við með því að hella út í eggjablönduna í mjórri bunu. Bættu því næst út í  hveiti og lyftidufti, hrærðu rólega saman við. Settu smjörpappír í um það bil 20×30 cm form og helltu deiginu ofan í. Bakað í 20-30 mín.

 • Piparmyntukrem:
 • 4 msk mjúkt smjör (ef það er hart skerðu það þá niður með ostaskera, þá verður það mjúkt strax)
 • 2 bollar flórsykur
 • 1 1/2 tsk piparmyntudropar
 • Grænn matarlitur

Hrærðu fyrst smjörið þangað það byrjar að límast við hliðar skálarinnar og aðeins orðið flöffí. Skafðu smjörið niður af hliðunum með sleikju og settu flórsykurinn útí, hrærðu mjög hægt til að byrja með. Settu piparmyntudropana úti ásamt græna matarlitnum, byrja á að setja lítið og svo meira ef þarf. Settu kremið á kökuna þegar hún hefur kólnað. Skerðu hana svo niður í hæfilega stóra bita.

 • Súkkulaðihjúpur:
 • 200 g suðusúkkulaði
 • 6 msk smjör

Bræddu súkkulaðið og smjörið saman yfir vatnsbaði. Settu súkkulaðið vel yfir hvern kökubita, sérstaklega girnilegt þegar það lekur aðeins niður með hliðunum. Skreyttu svo hvern bita með After eight súkkulaði.

Njótið vel!

 

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest